Fara í efni

Yfirlit frétta

06.11.2014

Vinavika á leikskólanum

Þau voru heldur flott litlu krílin á Seli þegar þau töltu um bæinn áðan og útdeildu vinahjörtum. Ekki létu þau rigningu og rok mikið á sig fá enda líklega mun meira úti í alls kyns veðrum heldur en margir aðrir. Sella og Dúa tóku vel á móti þeim í sjoppunni, aðeins einn slapp í nammibarinn og svo héldu þau áfram sína leið, allir halda í bandið og passa sig á bílunum. Fallegur boðskapur sem yljar í haustkuldanum. /GBJ
04.11.2014

Jólamarkaðurinn á Þórshöfn

Hinn árlegi jólamarkaður verður á Þórshöfn 8. nóvember 2014 í íþróttahúsinu Veri, frá 13-19.
04.11.2014

Spilakvöld á Nausti

Spilakvöld verður haldið á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20:00. Spiluð verður félagsvist með gleðina að leiðarljósi og eru allir velkomnir, ungir og gamlir.
28.10.2014

Smákökusamkeppni

Á Jólamarkaðinum á Þórshöfn sem verður í íþróttahúsinu laugardaginn 8. nóvember n.k. verður efnt til smákökusamkeppni. Lumar þú á bestu smákökunum?
28.10.2014

Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði

Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði. Áhaldahús á Bakkafarði er útstöð frá áhaldahúsi Langanesbyggðar á Þórshöfn. Starfið felur í sér um umhirðu og viðhald fasteigna sveitarfélagsins ásamt og að annast hafnarvörslu við Bakkafjarðarhöfn.
28.10.2014

Leikskólakennari óskast við leikskóladeild Grunnskólans á Bakkafirði

Leikskólakennari óskast við leikskóladeild Grunnskólans á Bakkafirði. Auglýst er eftir skapandi, fjölhæfum og jákvæðum einstakling til starfa við nýja leikskóladeild Grunnskólas á Bakkafirði, um er að ræða 100% starf.
27.10.2014

Fundur í sveitarstjórn

11. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu miðvikudaginn 29. október 2014 og hefst kl 17:00
24.10.2014

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2015

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðraðra húsa og mannvirkja sbr. reglur nr. 577/2014. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita við úthlutun.
22.10.2014

Skátar ganga í hús á Þórshöfn í dag

Í dag munu skátar ganga í hús á Þórshöfn milli kl 17 og 19 og selja bókamerki. Allur ágóði af sölunni rennur til Guðrúnar Nönnu en hún glímir við taugasjúkdóminn SMA Verð á bókamerki er 1.500 kr/stk
21.10.2014

Smalabiti 2014

Hin árlegi Smalabiti verður haldinn á Bárunni föstudaginn 24. október Húsið opnar kl.19.30 með fordrykk Borðhald hefst kl.20.00 Í boði verður Íslenskt lambalæri að hætti Niks á Bárunni