05.09.2014
Á þessum tíma árs hafa bæjarbúar á Þórshöfn nóg við að vera, og þegar keyrt er um þorpið má víða sjá framkvæmdir í gangi. Þá eru einnig margir sem standa sólarhringsvaktir í frystihúsinu og loðnubræðslunni, og öllu þessu fylgir umstang. Í söluskálanum er meira en nóg að gera alla daga og mannekla hefur verið bæði þar og á veitingastaðnum Bárunni, þar sem vaktirnar toga í vinnuaflið. Hér eru nokkrar svipmyndir úr þorpinu í dag. Ljósmyndir Gréta Bergrún