Fara í efni

Yfirlit frétta

21.11.2014

Félagafundur björgunarsveitarinnar Hafliða

Félagafundur björgunarsveitarinnar Hafliða verður þriðjudaginn 25. nóvember kl.20:00 í Hafliðabúð. Mikilvægt að félagamenn sýni áhuga, mæti og ræði málin yfir kaffibolla.
20.11.2014

Gott að byrja fimmtudagsmorgna á kaffi og spjalli í Grunnskólanum á Þórshöfn

Alla fimmtudaga eru foreldrar velkomnir í morgunkaffi í Grunnskólann á Þórshöfn frá 8:00 – 9:00.
20.11.2014

Lokaútkall - Vaxtarsamningur Norðurlands

Ertu með hugmynd að verkefni sem eflir atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu? Síðasti umsóknarfrestur ársins er föstudaginn 5. desember n.k.
17.11.2014

Langanesbyggð tilnefnir Grunnskólann á Bakkafirði til nýsköpunarverðlauna

Í Grunnskólanum á Bakkafirði hafa kennarar þróað skapandi kennsluaðferð sem felst í að nemendur taka aukna ábyrgð á eigin námi, ásamt því að sköpunargáfa og hugmyndarflug fái að njóta sín, lýðræði er aukið sem og fólk í samfélaginu fær aukna innsýn í skólastafið.
17.11.2014

Tannlæknir á Þórshöfn

Birgir Björnsson, tannlæknir frá Akureyri, verður á Heilsugæslustöðinni á Þórshöfn frá mánudeginum 17/11. Tímapantanir á staðnum
17.11.2014

1. des hátíð slegin af

Vegna lítils áhuga sjáum við okkur ekki fært að halda 1. des hátíð að þessu sinni. Biðjumst við velvirðingar á þessu. Kveðja Björgunarsveitin Hafliði
12.11.2014

Dagur íslenskrar tungu

Á undanförnum árum hefur verið hátíð í Grunnskólanum á Þórshöfn vegna Dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hátíðin fer fram fimmtudaginn 13. nóvember og hefst klukkan 17:00 í Þórsveri.
11.11.2014

Fundur í sveitarstjórn

12. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn fimmtudaginn 13. nóvember 2014 og hefst kl 15:00
11.11.2014

Föndur á Nausti á Þórshöfn

Föndurstund verður á Dvalarheimilinu Nausti miðvikudaginn 12. nóvember kl. 14:00. Þæfðar verða ullarkúlur á seríur. Allir velkomnir.
10.11.2014

Sigríður Klara er smákökumeistari 2014

Á laugardaginn var Jólamarkaðurinn á Þórshöfn haldinn í fimmta skiptið. Að venju var fjöldi verslana sem komu að og eru þar Húsvíkingarnir fastagestir. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir gestir koma úr nærliggjandi byggðarlögum enda er þessi markaður búinn að skapa sér sérstöðu og festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Kaffihús foreldrafélagsins var vel sótt að venju og er þetta þeirra aðalsöfnun á árinu. Þá var einnig fjöldi vinninga dreginn út í happdrætti 8. bekkjar sem er fastur liður á markaðinum. Í ár var sú nýjung að efna til smákökusamkeppni og fór þátttakan fram úr björtustu vonum með nærri 20 tegundir af smákökum. Dómnefndin sat að hlaðborði veitinga en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Sigríður Klara Sigfúsdóttir hreppti aðalverðlaunin