24.02.2015
Montið - helgi fyrir handverks og ferðaþjónustufólk verður haldið í Svalbarðsskóla dagana 21-22 mars. Fyrri dagurinn verður tileinkaður handverki og verður dagskráin frá kl 13-18, þar sem í boði verður skemmtileg blanda af fróðleik og umræðum fyrir handverksfólk af öllu svæðinu frá Bakkafirði til Kelduhverfis. Á sunnudeginum verður síðan sett upp smá kaffihúsastemming og kynningarbásar þar sem gestir og gangandi geta komið og kynnt sér starf handversfólks og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þeir sem standa að þessari helgi eru Ferðafélagið Súlan, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Þekkingarnet Þingeyinga, en Vaxtasamningur Norðausturlands styrkti verkefnið. Þeir handverks eða ferðaþjónustuaðilar sem vilja taka þá þurfa að tilkynna þátttöku til Mirjam á Ytra-Lóni fyrir 12. mars.