Fara í efni

Yfirlit frétta

07.05.2015

Skrifstofustjóri óskast

Skrifstofustjóri óskast til starfa á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Leitað er eftir metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.
05.05.2015

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
04.05.2015

Vortónleikar

Laugardaginn 9. maí lýkur Tónlistarskólinn vetrarstarfi sínu með glæsilegum tónleikum í Þórsveri sem hefjast kl.14.00
04.05.2015

Árshátíð Bakkafirði

Hrói höttur ásamt félögum úr ýmsum ævintýrum verða í grunnskólanum á Bakkafirði næstkomandi föstudag
04.05.2015

Hugmyndafundur um ferðaþjónustu á Langanesi og Vopnafirði

Atvinnu- og ferðamálanefnd Vopnafjarðar ásamt Langanesbyggð standa fyrir fundi um ferðamál þann 5. maí , kl. 13:00 – 15:50. Fundurinn verður haldinn í Kaupvangskaffi í Kaupvangi á Vopnafirði. Dagskrá: 13:00 – 13:05 : Ávarp ferða- og menningarmálafulltrúa Vopnafjarðar 13:05 – 13:35 : Markaðsfulltrúi Austurbrúar – Hver er stefna Austurlands 13:35 – 13:50 : Gunnar Jóhannesson, verkefnastjóri hjá Fjallasýn – Ferðamál á Langanesi 13:50 – 14:20 : Íslandsstofa – Markaðssetning Íslands – uppbygging áfangastaðar, hvað þarf til. 14:20 – 14:35 – Kaffi 14:35 – 15:35 – Hugmyndaregn um hvað einkennir ferðaþjónustusvæðið Vopnafjörð og Langanes 15:35 – 15:50 – Ferðamálafulltúri Langanesbyggðar - Samantekt Fundarstjóri: Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Þátttaka sem flestra íbúa og hagsmunaaðila svæðanna vel þegin Verið velkomin
01.05.2015

1. maí hlaupi frestað en frítt í íþróttahúsið

Athugið að 1 maí hlaupinu verður frestað vegna veðurs. Endilega látið berast. Eftir sem áður þá er frítt í íþróttahúsið í dag í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar og súpa og brauð í hádeginu. Hvetjum alla til að nýta sér það.
30.04.2015

Sumarstarfsmaður í áhaldahús

Sumarstarfsmaður óskast í áhaldahúsið á Þórshöfn frá og með 20. maí n.k. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og ganga í öll störf í áhaldahúsi.
30.04.2015

Flokksstjóri óskast

Auglýst er eftir flokksstjóra við vinnuskólann á Þórshöfn í sumar, frá og með 1. júní til 31. júlí. 2015.
30.04.2015

Langaneshlaup UMFL

Föstudaginn 1 .maí verður hið árlega Langaneshlaup UMFL. Þar geta ALLIR verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjólaJ Mældar verða vegalengdirnar 1,5km, 3km, 5km, 7km, 10km, 15km og hálft maraþon eða 21,2km. Ræst verður frá íþróttahúsinu kl.9:30 í 15km og 21.2km og kl. 10:30 fyrir allar hinar vegalengdirnar. Ekkert þátttökugjald og allir fá verðlaunapening í viðurkenningarskyni og smá hressingu í lokinn. Verkalýðsfélag Þórshafnar býður ÖLLUM frítt í Íþróttamiðstöðina frá kl. 11-14 og súpu og brauð í hádeginu. Því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á hreyfingu, skella sér í sund og fá sér svo súpu og brauð á eftirJ ATH:foreldrar eru hvattir til að koma með yngri börnum til að passa upp á að þau fari ekki of langt og komist aftur til baka Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnirJ Stjórn UMFL
29.04.2015

Uppbygginarsjóður Norðurlands eystra auglýsir styrki

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða. Á sviði menningar: • Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra • Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista • Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára • Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: • Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar • Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra • Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana • Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí. Tilkynnt verður um úthlutun í júní. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Eyþings www.eything.is Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra veita: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menning@eything.is sími 464 9935 Baldvin Valdimarsson baldvin@afe.is sími 460 5701 Reinhard Reynisson reinhard@atthing.is 464 0415 Ari Páll Pálsson aripall@atthing.is sími 464 0415 Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is