Fara í efni

Yfirlit frétta

18.01.2016

Fjölmennt í æfingarbúðum HSÞ

Um helgina voru frjálsíþrótta æfingarbúðir haldnar á Þórshöfn á vegum HSÞ. Alls voru um 50 krakkar sem tóku þátt, ásamt þjálfurum, foreldrum og fleiri einstaklingum sem komu að þessu. Fjöldi krakka gisti í Þórsveri og voru þau hæstánægð með helgina. Gaman að sjá þetta öfluga samstarf.
18.01.2016

Andlát: Jóhann Ingimarsson

Jóhann Ingimarsson eða Nói eins og hann var kallaður lést sunnudaginn 10. janúar síðastliðinn á Akureyri. Nói fæddist 23. júlí 1926 og hefði því orðið níræður nú í sumar.
15.01.2016

Ný fundargerð

Fundargerð 39. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur verið birt og
15.01.2016

Nýr oddviti og varaoddviti í Langanesbyggð

Á 39. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem haldinn var þann 14. janúar 2016 á Þórshöfn á Langanesi var gengið frá eftirfarandi kjöri:
13.01.2016

Fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

39. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 14. janúar 2016 og hefst kl. 17:00
12.01.2016

Slökkvilið Langanesbyggðar æfing

Slökkvilið Langanesbyggðar var með glæsilega æfingu laugardaginn 9. janúar..
11.01.2016

Bringukollinn í súr

Þorrablótsnefnd hefur nú ákveðið að brjóta upp áralanga hefð með gamalli hefð, nefninlega að gestir komi með sinn eigin þorramat. Samkaup Strax mun panta sérstaklega fyrir þá sem vilja en sögur herma að Skúli bóndi standi vaktina og kíki í trogin til að sjá hversu þjóðlegur og vel súrsaður maturinn sé...
11.01.2016

Tannlæknir á Þórshöfn

Rögnvaldur Björnsson tannlæknir verður á Heilsugæslunni, Þórshöfn frá 25. janúar n.k. Tímapantanir í síma 462-7102 og í síma 464-0608 frá 25.01.2016.
06.01.2016

Flöskur og dósir

Bebbi er staddur á Þórshöfn í dag miðvikudaginn 6. janúar til klukkan 16.00. Hann verður ekki á morgun fimmtudaginn 7. janúar. Hann er staddur á sama stað og venjulega fyrir aftan Samkaup Strax.
02.01.2016

Barnaból, Þórshöfn

Mánudaginn 4. janúar verður yngri deild Barnabóls lokað vegna framkvæmda. Opið er á eldri deild. Þriðjudaginn 5. janúar verður svo opið að venju á báðum deildum. Leikskólastjóri