Fara í efni

Yfirlit frétta

08.10.2015

Leikskólakennari óskast á Bakkafirði

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennara (leiðbeinanda) í 100% starf sem tilbúinn er að taka að sér deildarstjórn . Viðkomandi þarf að vera barngóður og áhugasamur um skapandi starf. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
07.10.2015

Jólamarkaðurinn 2015

Í ár verður jólamarkaðuinn á Þórshöfn laugardaginn 14. nóvember en hann hefur heldur betur fest sig í sessi undanfarin ár. Að venju verður fjöldi verslana á staðnum, Víkurraf á Húsavík mætir með raftækin sín, Vélaleiga Húsavíkur með hreingerningarvörur, verkfæri ofl. , fataverslanir, kaffihús, handverk og margt fleira. Þeir sem vilja vera með sölubás eða bjóða fram aðstoð sína í undirbúning hafið samband við Grétu Bergrúnu í síma 847-4056 eða gretabergrun@simnet.is, nú eða í gegnum facebook síðuna
06.10.2015

Fjáröflun æskulýðsfélagsins Faith

Við erum að safna fyrir ferð á æskulýðsmót sem að þessu sinni er haldið í Vestmannaeyjum
03.10.2015

Hrútadagurinn á Raufarhöfn í dag

Hinn árlegi og skemmtilegi Hrútadagur er hjá þeim nágrönnum okkar í dag og hefst dagskrá kl 14. Þar verður ýmislegt til gamans gert og í dagskránni segir þetta: Gísli Einarsson verður á staðnum og setur daginn Sölubásar með ýmsan varning. Kjötmatssérfræðingur verður á staðnum og sýnir hvernig matið fer fram Rúningskappar sýna réttu tökin Barnadagskrá Hrútahlaup sem engnn má missa af Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu Kótilettufélagið mætir á staðinn og velur kótilettuhrútinn! Rúsínan í pylsuendanum- sala á hrútum sem gæti endað með uppboði og margt fleira..
29.09.2015

Samgönguráðstefna Norðurhjara

Ráðstefna Norðurhjara um samgöngur og ferðamál verður haldin þriðjudaginn 29. september nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi og hefst kl.13:00.
28.09.2015

Hin árlega inflúensubólusetning

FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER Frá kl. 9:15 – 12:00 og frá kl. 12:30 - 15:30 Tímapantanir í síma 464 0600
25.09.2015

Sami gamli þorparinn

Eins og flestir þekkja til þá voru tónleikar í vitanum á Fonti á Langanesi í sumar. Hér er myndbrot af laginu Þorparinn en það er gítarleikarinn Haukur Þórðarson sem spilar lagið inni í vitanum. Verkefnið tókst framar vonum, fjöldi gesta sótti tónleikana og var almenn ánægja með hvernig til tókst. /GBJ
21.09.2015

Sundkeppni sveitarfélaganna

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað hvert á annað í sundkeppni dagana 21. - 27. september. Þannig að nú er um að gera að drífa sig í laugina, Eyþór er byrjaður að skrá niður metrafjöldann. Skólasund telst þó ekki með. Þessa vikuna verður því opið fyrir almenning alla morgna milli kl.8:00 - 8:45 , og svo á vanalegum tíma á milli kl. 16.00 - 19:30. Það má þó stundum reyna samningaviðræður við Eyþór á öðrum tímum ef ekki er skólasund í gangi. /GBJ
19.09.2015

Fundur í sveitarstjórn

32. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 21. september 2015 og hefst kl 17:00
15.09.2015

Úrvalslið í Útsvar

Nú liggur það fyrir að Langanesbyggð mun taka þátt í spurningakeppninni Útsvari í vetur og að sjálfsögðu er markið sett á sigur en fyrsta keppnin verður þann 30. október á móti Kópavogi. Úrvalsfólk hefur verið valið sem fulltrúar okkar og treystum við á liðsstjórann að setja saman stíft æfingarprógramm. Við kynnum þau hér til sögunnar: