Fara í efni

Yfirlit frétta

17.12.2015

Skemmtilegt myndband af bændum

Á alheimsvefnum má nú finna alveg snilldarlega skemmtilegt myndband sem gert var fyrir Smalabitann 2015. Þar koma saman bændur og búalið eftir haustannir, og gera sér glaðan dag. Myndbandið má finna hér:
16.12.2015

Dagsetning Þorrablóts 2016

Þorrablótsnefnd hefur ákveðið 30. janúar fyrir Þorrablót 2016. Takið daginn frá, það verður að venju glaumur og gleði, og dansinn mun duna fram á nótt. Nánar auglýst þegar nær dregur.
15.12.2015

Sorphirðudagatal 2016

Sorphirðudagatal 2016 er nú aðgengilegt á vef Langanesbyggar
14.12.2015

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar 15.12

38. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 15. desember 2015 og hefst kl 17:00
11.12.2015

Barnaból styrkir barn í SOS barnaþorpi.

Í haust gerðits leikskólinn Barnaból á Þórshöfn sólblómaleikskóli og styrkir eitt barn í SOS þorpi í Afríku. Börnin styrkja stúlku sem heitir Marta og er 6 ára. Þau fræðast um aðstæður barna í Afríku og bera það saman við sínar eigin aðstæður. Skemmtilegt verkefni sem þau læra mikið á, sjá má umfjöllun í Morgunblaðinu í dag. /GBJ
11.12.2015

Breyttur messutími Aðventuhátíðar

Aðventuhátíð verður í Þórshafnarkirkju sunnudaginn 13. desember kl. 14. Prestur er sr. Brynhildur Óladóttir og organisti Elvar Bragason. Um tónlist og söng sjá Elvar Bragason, Valgerður Friðriksdóttir og börn í kirkjustarfi.
11.12.2015

Börnin bralla í aðdraganda jóla

Börnin í Grunnskólanum á Þórshöfn eru þar engin undantekning en þar hefur verið mikið fjör að undanförnu.
11.12.2015

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016
11.12.2015

Drög að hreindýraarði 2015

Drögin eru til skoðunar, á skrifstofu sveitarfélagsins, frá 08.12-2015 til 18.12.2015 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir.
11.12.2015

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30

VIÐ ARINELD vetur, aðventa og jól Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 11. desember kl. 20:30 Þórhildur Örvarsdóttir, söngur og Daníel Þorsteinsson, píanó