29.02.2016
Um helgina fóru Álkurnar okkar á blakmót á Siglufirði og alveg óhætt að segja að það hafi verið sigurför. Tvö Álku-lið voru að keppa og voru Álkur 1 í fyrsta sæti í sinni deild og Álkur 2 í þriðja sæti. Mótið var tveggja daga mót, spilað bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, en í heildina voru nærri 50 lið að spila. Spilað var í fjórum kvennadeildum og tveimur karladeildum. Hvort lið keppti 5 leiki. Í vetur hafa verið markvissar æfingar og hefur Árni Sigurðsson frá Öxarfirði þjálfað liðið sem hefur gefið greinilega virkað sem vítamínsprauta í blakíþróttina. Virkilega gaman að þessu og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.