Fara í efni

Yfirlit frétta

14.03.2016

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn nk. fimmtudag 17/03 2016, frá kl. 13.00
11.03.2016

Páska-Bingó!

Nú styttist í páska og þar af leiðandi páskafrí. Okkur í nemandafélaginu í Grunnskólanum á Bakkafirði finnst því tilvalið að bjóða ykkur að koma og taka þátt í Páskabingó sem við ætlum að halda, mánudaginn 14.mars kl. 18.00.
10.03.2016

Umsókn í Umhverfissjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Í ár er meðal annars hægt að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu.
06.03.2016

Heimilisfræðin í Landanum

Þau voru heldur flott í landanum í kvöld unglingarnir okkar, en þar elduðu þau veislumat fyrir foreldra sína í eldhúsinu á Bárunni. Þar var meðal annars boðið uppá eftirrétt í súkkulaði bréfpoka, ekki amalegt það. Slóðina á þáttinn má sjá hér
03.03.2016

Félagsvist

Kvenfélagið í Þistilfirði ætlar að hafa þriggja kvölda félagsvist í Svalbarðsskóla...
03.03.2016

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Sillukaffi í Forystufjársetrinu á Svalbarði í Þistilfirði sunnudaginn 6. mars nk.
01.03.2016

Þórshafnarkirkja auglýsir

Margt er á döfinni í kirkjulegu starfi á svæðinu, kirkjubrall-æðruleysismess og störnustund
01.03.2016

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn nk.fimmtudag 03/03 2016
01.03.2016

Fundargerð 43. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 43. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar, dags. 29.02.2016 hefur verið birt
29.02.2016

Frábær árangur á blakmóti

Um helgina fóru Álkurnar okkar á blakmót á Siglufirði og alveg óhætt að segja að það hafi verið sigurför. Tvö Álku-lið voru að keppa og voru Álkur 1 í fyrsta sæti í sinni deild og Álkur 2 í þriðja sæti. Mótið var tveggja daga mót, spilað bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, en í heildina voru nærri 50 lið að spila. Spilað var í fjórum kvennadeildum og tveimur karladeildum. Hvort lið keppti 5 leiki. Í vetur hafa verið markvissar æfingar og hefur Árni Sigurðsson frá Öxarfirði þjálfað liðið sem hefur gefið greinilega virkað sem vítamínsprauta í blakíþróttina. Virkilega gaman að þessu og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.