Fara í efni

Yfirlit frétta

05.05.2016

Litla gula hænan og baunagrasið

Leiksýning á Bakkafirði föstudaginn 6.maí kl.18.00, boðið upp á kjötsúpu að sýningu lokinni. Árshátíð Grunnskólans á Bakkafirði þar sem nemendur munu leika og syngja af sinni einskæru snilld
04.05.2016

Dagur aldraðra í kirkjunni - uppstigningardagur

Um árabil hafa söfnuðir Langanesprestakalls og Hofsprestakalls staðið sameiginlega fyrir messu á degi aldraðra, sem haldinn er hátíðlegur á Uppstigningardegi, til skiptis í prestaköllunum og boðað til fagnaðar eftir athöfn.
03.05.2016

Markaður í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug.
01.05.2016

90 ára afmælishátíð Verkalýðsfélags Þórshafnar

Í dag var haldið uppá 90 ára afmæli Verkalýðsfélags Þórshafnar með glæsilegri dagskrá. Karlakór Akureyrar þandi raddböndin í Þórshafnarkirkju svo unun var á að hlusta. Í lokin tóku allir tónlistargestir undir og sungu Maístjörnuna. Þar á eftir voru kaffiveitingar í Þórsveri sem Kvenfélagið Hvöt töfraði fram. Heimafólk fjölmennti og naut veitinganna, og í lokin var uppistand hjá Hundi í óskilum. Flott dagskrá á þessum merku tímamótum.
29.04.2016

Fundargerð 46. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 46. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur nú verið birt á netinu. Hana má nálgast með því að smella hér.
28.04.2016

BJARGNYTJAR 2016

Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu: Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritu eggjatöku á eftirtöldum svæðum:
26.04.2016

46. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

46. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn fimmtudaginn 28. apríl 2016 og hefst kl 17:00
26.04.2016

Aðalfundur fræðafélags um forystufé og bókin Forystufé

Aðalfundur fræðafélags um forystufé 28.apríl kl.20.00
25.04.2016

Samstarf Grunnskólanna í Langanesbyggð

Nú hafa 5. og 6. bekkur Grunnskólans á Þórshöfn verið á farandsfæti. Bekkirnir hafa verið í samstarfi við nemendur Grunnskólans á Bakkafirði og tekið þátt í vinnustofuverkefnum þeirra síðarnefndu. Í dag var annar dagurinn af þremur og tók Hilma Steinarsdóttir þessar skemmtilegu myndir
21.04.2016

Fjölmennt vorhlaup hjá UMFL

Það var fjölmennur hópur sem ýmist hljóp, hjólaði eða gekk sér til heilsubótar í dag í árlegu vorhlaupi UMFL. Þátttakendur voru á bilinu 1 árs - 76 ára en hægt var að velja um nokkrar vegalengdir. Að lokum fengu allir hressingu í Verinu og frítt í sund eftir hlaupið. Skemmtileg hefð og um að gera að hvetja fólk til útivistar nú þegar vorið er alveg að detta inn.