Fara í efni

Yfirlit frétta

01.04.2016

Vel heppnað leiklistarnámskeið

Fyrir nokkru var haldið afar skemmtilegt leiklistarnámsskeið fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn en það var Jóel Sæmundsson leikari sem kenndi það. Í fyrstu voru börnin mismunandi framfærin en í lokin voru allir alsælir með þetta, bæði foreldrar og börn. Námskeiðið var í tvær vikur en það var foreldrafélag grunnskólans sem var drifkrafturinn í að fá námskeiðið hingað. Námskeið sem þetta er mikilvægur þáttur í sjálfsstyrkingu barna og kennir þeim ýmislegt um sjálfa sig og aðra. Hér eru nokkrar myndir af námskeiðinu.
31.03.2016

Göngumyndir af Gunnólfsvíkurfjalli

Fyrir þá sem eru farnir að bíða eftir sumrinu þá eru hér fallegar göngumyndir af Gunnólfsvíkurfjalli sem Jónína Sigríður Þorláksdóttir tók í sumar. Um að gera að setja þetta á göngu-áætlun sumarsins.
23.03.2016

Kirknaganga á Melrakkasléttu

Ferðafélagið Norðurslóð heldur uppteknum hætti og fer í kirknagöngu á föstudaginn langa.
23.03.2016

Lifandi tónlist á Bárunni um páskahelgina

Laugardaginn 26. mars verða Double d's með lifandi tónlist á Bárunni frá kl. 22:00
23.03.2016

Páskabingó á Nausti

Páskabingó verður haldið á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn á Skírdag, 24. mars 2016 og hefst kl 16:00
22.03.2016

Tónlistarskólinn tók þátt í Nótunni í Hofi

Þau voru heldur flott krakkarnir okkar á Nótunni sem fór fram síðustu helgi í Hofi á Akureyri. Spilað var á hin ýmsu hljóðfæri og gaman að því að N4 leit við á æfingu hjá þeim og tók þetta skemmtilega innslag sem má sjá hér. Kadri tónlistarkennari á heiður skilið fyrir hennar starf við skólann en hún hefur nú tekið leyfi frá störfum og afleysingakennari komið í hennar stað.
22.03.2016

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar yfir páskana

Það verður aldeilis hægt að hrista af sér súkkulaðislenið yfir páskana í Langanesbyggð. Páskaopnun Íþróttahús og sundlaug Langanesbyggðar verður eftirfarandir
21.03.2016

Grunnskólinn á Þórshöfn - starfsfólk óskast

Kennarar óskast til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn. Óskað er eftir sérkennara, almennum bekkjarkennurum, tónlistakennara, list-og verkgreinakennara og íþróttakennara.
21.03.2016

Sjúkraliði óskast til starfa

Naust, dvalarheimili aldraðra Langanesbyggð óskar eftir sjúkraliða í 70-100% starf frá og með 1. maí næstkomandi
18.03.2016

Framkvæmdir hafnar á Neptúni

Í eina tíð var húsið salthús þegar síld var söltuð á Neptúnsplaninu, síðar var búið þar en í nokkurn tíma hefur húsið staðið autt. Það var reist á Þórshöfn árið 1952 en kom hingað frá Siglufirði. Nú hefur Dawid smiður og hans starfsmenn hafið endurbætur á húsinu en hann á húsið sjálfur. Það verður spennandi að fylgjast með þessum endurbótum og virkilega gaman að sjá gömlu húsin glæðast nýju lífi.