Fara í efni

Yfirlit frétta

06.10.2016

Stuðningsfjölskylda óskast

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir stuðningsfjölskyldu á Þórshöfn fyrir barn með fötlun.
03.10.2016

Umboðsmaður Norlandair á Þórhafnarflugvelli óskast

Norlandair óskar eftir að ráða umboðsmann á Þórshafnarflugvelli. Við leitum að þjónustusinnuðum einstaklingi með áhuga taka þátt í uppbyggingu á ört vaxandi fyrirtæki í flugrekstri.
30.09.2016

Föstudagsfjör hjá UMFL

Í dag verða leikir og gaman uppí íþróttahúsi en þá ætlar UMFL að starta vetrinum. Milli kl. 16-17 er ætlunin að hittast og hafa gaman, bæði krakkar og foreldrar. Einnig geta foreldrar hitt á stjórnarmenn ef einhverjar spurningar eru varðandi vetrarstarfið og hægt verður að skrá krakkana á staðnum á haustönn. Æfingar hefjast svo samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 3.október. Hlökkum til að sjá sem flesta, alla krakka, ömmur, afa, mömmur og pabba og höfum gaman saman. Tilvalið að skella sér svo í sund á eftir Kveðja stjórn UMFL
27.09.2016

Fundargerð 52. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 52. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur verið gerð aðgengileg á netinu. Fundargerðina má nálgast með því að smella
24.09.2016

Fundur sveitarstjórnar

52. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri, Þórshöfn þann 26.09.2016 kl. 17:00
23.09.2016

Ibby barnamenningarsamtök gefa bækur

Kátir lestrarhestar í fyrsta bekk
22.09.2016

Hollvinir afhenda grunnskólanum gjöf

Hollvinasamtök Grunnskólans á Þórshöfn stóðu fyrir söfnun í septemberbyrjun til að fjármagna kaup á námstengdum spilum og öðru afþreyingarefni fyrir nemendur skólans. Í sumar þurfti að henda öllu slíku efni vegna myglusvepps sem upp kom í húsnæðinu. Samfélagið brást mjög vel við og söfnuðust 390 þúsund krónur frá fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt nokkrum nytsamlegum gjöfum sem allt mun koma að góðum notum fyrir nemendur skólans. Hollvinasamtökin þakka fyrir góðar kveðjur og framlög frá einstaklingum. Einnig fá eftirtalin fyrirtæki sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning: Dawid smidur ehf, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Bílaleiga Akureyrar, Gistiheimilið Lyngholt, Geir ÞH 150, Landsbankinn hf, Samkaup Strax, Þekkingarnet Þingeyinga, Vanda ehf, Berg Íslensk hönnun og Snyrtistofa Valgerðar. Börnin í yngstu bekkjunum tóku á móti fulltrúum Hollvina, þau voru heldur fín og segja TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR.
21.09.2016

Sonur flugmannsins heiðraði minningu föður síns

Hjónin Russ og JoAnne Sims voru á Langanesi á föstudaginn og má segja að þau hafi komið ansi langt í sínum leiðangri en þau búa í Los Angeles. Í farteskinu voru þau með minningarskjöld um flugslysið sem átti sér stað á Sauðanesflugvelli árið 1969 en þá mistókst flugstjóranum Russel W. Sims að lenda flugvél bandaríska hersins. Flugvélarflakið liggur nærri þeim stað þar sem vélin endaði eftir að hafa runnið út af brautinni. Í skýrslu um flugslysið sem Russ Sims hafði undir höndum má finna nákvæmar upplýsingar um tildrög slyssins og tekið saman í aðalatriðum er það svo:
16.09.2016

Völundarhús plastins – á ferð

Sýning laugardaginn 17. september frá 13.00-17.00 í Grunnskólanum á Bakkafirði
15.09.2016

Lánasérfræðingur Byggðastofnunar til viðtals

Lánasérfræðingur Byggðastofnunar verður til viðtals