Fara í efni

Yfirlit frétta

23.11.2016

Vel heppnaður aðalfundur Eyþings á Þórshöfn

Þann 12 nóvember var aðalfundur Eyþings haldinn á Þórshöfn en þar sitja sveitarstjórnarmenn og fulltrúar frá öllu Norð-austurlandi. Um 50 mann sóttu fundinn og þarf smá skipulag í kring um svona samkomu þar sem gistirými er ekki fyrir svo marga á gistiheimilum. Það var þó leyst og gekk fundurinn vel. Seinnipart föstudags var heimsókn í frystihúsið og einnig í nýja veiðarfærahúsið hjá útgerð Geirs ÞH en þar var boðið uppá léttar veitingar og harmonikkuspil. Kvöldverður var síðan á Bárunni þar sem Ágúst Marinó var veislustjóri. Á laugardaginn enduðu fundargestir svo á að heimsækja Jólamarkaðinn sem haldinn var sama dag í íþróttahúsinu./GBJ
22.11.2016

Fundur sveitarstjórnar 24.nóvember 2016

Fundur sveitarstjórnar haldinn í Þórsveri 24.11 2016 kl.17.00
21.11.2016

Félagsvist á miðvikudagskvöld

Félagsvist í Svalbarðsskóla...
20.11.2016

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólinn á Bakkafirði hélt upp á dag Íslenskarar tungu núna á miðvikudaginn 16.nóvember. Fóru nemendur yfir feril Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og
20.11.2016

Brunavarnir Langanesbyggðar

Kæru íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar, því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.
17.11.2016

Ormahreinsun frestað!!

Vegna veðurs verður ormahreinsun hunda og katta frestað til 22.11
16.11.2016

Halló! Allir fullorðnir!

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu.
16.11.2016

Ormahreinsun

Árleg ormahreinsun katta og hunda í Langanesbyggð fer fram þann 17.11.2016 á eftirtöldum tímum og stöðum:
14.11.2016

Bændur á leið á Þorrablót

Í janúar mætti myndatökufólk frá N4 á Þorrablót á Þórshöfn, og þar á undan í naglalakk og sérrýtár inní Gunnarsstaði en myndabrotið er úr þættinum Hvað segja bændur. Fyrst er þar viðtal við Sigríði Jóhannesdóttur, Hildi Stefánsdóttur og Vilborgu Stefánsdóttur, en í restina eru myndbrot frá Þorrablótinu og hefst það á mínútu 11.40. Gaman að þessu. http://www.n4.is/is/thaettir/file/hvad-segja-baendur-8-thattur-seinni-hluti
14.11.2016

Breytt flugáætlun hjá Norlandair frá 1.nóvember til 30.apríl

Brottför Þórshöfn – Akureyri kl. 10.10