28.06.2016
Ljósmyndasýning á Heiðarfjalli
Menningarverkefni sumarsins verður í öðru formi en í fyrra, en þá var verkefnið Spilað fyrir hafið sem tókst með ágætum. Í vor veitti Uppbyggingarsjóður Norðausturlands Langanesbyggð styrk til að vinna að uppsetningu ljósmyndasýningar um herstöðvarlífið á Heiðarfjalli. Ránar Jónsson sagnfræðinemi vinnur nú að því að safna saman myndum og upplýsingum, og þeir sem eiga ljósmyndir eða fróðleiksmola mega endilega hafa samband við hann. Sýningin verður sett upp inní því eina húsi sem enn stendur á fjallinu og stefnt er á opnun sýningarinnar 28. júlí. Umhverfissjóður Landsbankans veitti einnig styrk til að hreinsa til inní húsinu og lausarusli í kring um það.