17.02.2017
Jónas Egilsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar. Jónas er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, rekstri og stjórnun. Hann hefur ennfremur komið víða við í félagsmálum. Hann sagðist aðspurður hlakka til að takast á ný og fjölbreytt verkefni í góðu samfélagi sem hefði fjölmörg tækifæri.
Foreldrar Jónasar voru Erna Ingólfsdóttir verslunarmaður og Egill J. Stardal kennari. Þau eru bæði látin. Jónas á þrjá syni, tvo uppkomna og einn sem lýkur námi í grunnskóla í vor. Ráðningin er vegna veikinda og fæðingarorlofs núverandi skrifstofustjóra. Jónas hefur störf nú í lok febrúar og er boðinn velkominn til starfa.