Fara í efni

Yfirlit frétta

24.02.2017

Fundargerð 60. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 60. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar, sem haldinn var á Bakkafirði fimmtudaginn 23. febrúar 2017 má sjá hér að neðan.
24.02.2017

Jákvæð rekstrarafkoma Langanesbyggðar

Um 35 m.kr. jákvæður viðsnúningur var á rekstri sveitarfélagsins í heild sinni árið 2016 miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðarekstraruppgjöri Langanesbyggðar fyrir árið 2016.
23.02.2017

Óveðursspá - minnum á að festa lausamuni

Veðurstofa Íslands varar nú við slæmu veðri á morgun og gott að minna íbúa á að festa lausamuni, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur hrifið með sér. Hægt er að fylgjast með veðri á vedur.is og færð á vegum á vegagerdin.is, gott að taka veðurskeytin áður en farið er á milli staða.
20.02.2017

Aðalfundur UMFL

Aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar.
17.02.2017

Fundargerð 59.fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 59.fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar
17.02.2017

Skrifstofustjóri ráðinn til starfa

Jónas Egilsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar. Jónas er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, rekstri og stjórnun. Hann hefur ennfremur komið víða við í félagsmálum. Hann sagðist aðspurður hlakka til að takast á ný og fjölbreytt verkefni í góðu samfélagi sem hefði fjölmörg tækifæri. Foreldrar Jónasar voru Erna Ingólfsdóttir verslunarmaður og Egill J. Stardal kennari. Þau eru bæði látin. Jónas á þrjá syni, tvo uppkomna og einn sem lýkur námi í grunnskóla í vor. Ráðningin er vegna veikinda og fæðingarorlofs núverandi skrifstofustjóra. Jónas hefur störf nú í lok febrúar og er boðinn velkominn til starfa.
16.02.2017

Holræsabíll á Þórshöfn í dag

Holræsabíll verður á Þórshöfn í dag 16.febrúar
15.02.2017

Aukafundur sveitarstjórnar

59.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórsveri 16.febrúar kl.17.00
14.02.2017

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi á Þórshöfn þennan ameríska dag 14.febrúar
13.02.2017

Þorrablótsgleði í febrúarhita

Á laugardaginn gerðu íbúar Þórshafnar og nágrennis sér glaðan dag á hinu árlega þorrablóti. Í ár var sú nýjung að hafa borðhaldið í íþróttahúsinu en dansleikinn í Þórsveri. Nefndin var búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og skilaði það sér í alveg þrusu góðu blóti. Tæplega 300 manns sátu borðhaldið og voru margir gestkomandi, enda allir vegir auðir í þessu tíðarfari. Hin besta skemmtun þar sem kíkt var í ýmis horn samfélagsins og svo var hljómsveitin SOS með dúndrandi ball fram eftir nóttu. /GBJ