Fara í efni

Yfirlit frétta

06.04.2017

Glæsileg árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn

Það var öllu til tjaldað í Þórsveri í dag þar sem Grunnskólinn á Þórshöfn setti upp leikritið Ávaxtakörfuna. Mikil vinna hefur farið í æfingar, búninga og umgjörð enda er þetta árshátíð skólans. Börnin voru hreint út sagt frábær og alveg óhætt að hæla öllum þeim sem að þessu komu. Eflaust verða þó allir fegnir að komast í páskafrí á morgun. Leikritinu er skipt upp þannig að fyrst voru leikarar á yngsta stigi að leika ávextina, svo miðstig og að lokum unglingastig. Í lokin tóku svo allir lagið saman. Boðskapurinn með leikritinu er afar fallegur en það fjallar um hvernig vinna má gegn einelti og það eiga allir að vera vinir.
06.04.2017

Dósamóttaka

Verður í dag, fimmtudag milli kl. 13 til 16:30, á sama stað og áður, fyrir aftan Kjörbúðina.
06.04.2017

Fundargerð 62. fundar sveitarstjórnar komin á netið

Fundargerð 62. fundar sveitarstjórnar, sem haldinn var í Þórsveri í gær, 5. apríl sl., er komin á heimasíðuna.
03.04.2017

62. fundur sveitarstjórnar

62. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í matsal íþrótthússins Vers á Þórshöfn, miðvikudaginn 5. apríl 2017, kl. 17:00.
03.04.2017

Stefnumótunarfundi - frestað

Áður auglýstum stefnumótundarfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, sem átti að vera í kvöld, þriðjudaginn 4. apríl er frestað vegna veikinda stjórnanda. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
29.03.2017

Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum til að sjá um grenjavinnslu á ref

Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum (manni) til að sjá um grenjavinnslu á svæði sunnan Brekknaheiðarvegar á Brekknaheiði og í Tunguselsheiði.
28.03.2017

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Hafliða

Í Hafliðabúð 4.apríl 2017 kl.19
Fundur
27.03.2017

Starfsmaður óskast í heimasþjónustu

Auglýst er eftir starfsmanni við heimaþjónustu á Bakkafirði frá og með 1. apríl nk. Um er að ræða hlutastarf. Vinnutími er eftir samkomulagi. Umsóknir sendist til naust@langanesbyggd.is . Nánari upplýsingar veitir Sara hjá NAUST í síma 832-3707.
24.03.2017

Útsending á jarðarför Stefáns Más í Þórsveri

Í dag kl. 14 verður Stefán Már Guðmundsson jarðsunginn frá Neskaupsstaðakirkju. Sóknarnefnd Þórshafnarsóknar hefur fengið fjölda fyrirspurna og verður því jarðarförinni varpað á skjá í félagsheimilinu Þórsveri fyrir þá sem ekki sáu sér fært að fylgja honum síðasta spölinn. Fólk er beðið að mæta tímanlega. Stefán Már var lengi búsettur á Þórshöfn, ötull í skátastarfi og íþróttastarfi með ungmennum. Hann snerti líf margra og þá sérstaklega allra þeirra barna sem hann tók sem sínum eigin. Í kvöld kl. 20 ætla skátar sem og velunnarar víða að kveikja á friðarkertum honum til heiðurs. Megi góður drengur hvíla í friði.
23.03.2017

Flöskumóttaka á fimmtudag á Þórshöfn

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, í dag fimmtudaginn 23. mars nk. milli kl. 13 og 16.