Fara í efni

Yfirlit frétta

13.12.2016

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi kemur næst til Þórshafnar á fimmtudaginn
12.12.2016

Viðvörun frá Almannavörnum

Búast má við stormi um hádegi í dag
10.12.2016

Aðventuhátíð í Þórshafnarkirkju

Sunnudaginn 11. desember verður aðventuhátíð kl 17 í Þórshafnarkirkju. Gjafaband kirkjunnar verður á hátíðinni og er yngri börnum boðið að bera það úr fordyri kirkju upp að altarinu. Foreldrum barna í fyrstu bekkjum Grunnskólans er bent á að börnin hafa verið að æfa og syngja lagið "Skín í rauða skotthúfu" og "Við kveikjum einu kerti á" í skólanum og gefst þeim kostur á að mynda kór barna í kirkjunni og syngja þessi lög á aðventuhátíðinni.
09.12.2016

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017
08.12.2016

Elsti íbúi Langanesbyggðar 99 ára í dag

Ingveldur Haraldsdóttir, íbúi á Dvalarheimilinu Nausti er 99 ára í dag. Hún er frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði og hefur nú búið í nokkur ár á Nausti. Hún sagðist bara taka lífinu með ró, fékk að velja hvað væri í hádegismatinn og það var saltfiskur, enda sagðist hún svo oft hafa borðað það í gegn um tíðina og það væri afbragðs matur. Auðunn bróðir hennar er einnig á Nausti og þau una hag sínum vel. Það var svo búið að baka rjómatertu og tilheyrandi með kaffinu í tilefni dagsins./GBJ
08.12.2016

Húsnæðisbætur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um húsnæðisbætur sem taka við af húsaleigubótum um næstu áramót
02.12.2016

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni í afleysingu. Starfið felst í
01.12.2016

Truflun á vatnsveitu á Þórshöfn

Í dag, fimmtudaginn 1.12.2016, verður truflun á vatnsveitu á Þórshöfn á milli klukkan 14:00 og 16:00 vegna bilunar. Á þetta við svæðið norðan við Rarik stöðina að Langanesvegi.
30.11.2016

Baðstofukvöld í Sauðaneshúsi föstudaginn 2. desember 2016

Baðstofukvöld í Sauðaneshúsi föstudaginn 2. desember 2016 kl. 20:00