Fara í efni

Yfirlit frétta

26.04.2017

Bjargnytjar 2017

Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu:
25.04.2017

Sveitarstjórnarfundur 27. apríl

63. fundur sveitarstjórn verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, fimmtudaginn 27. apríl 2017. Fundurinn hefst kl. 17.
19.04.2017

Nýr rauðakrossgámur á Þórshöfn

Á dögunum var komið upp fatagámi fyrir utan skemmu Landflutninga á Þórshöfn. Í tilkynningu frá Rauðakrossinum segir eftirfarandi: Í gámana er tekið við öllum fatnaði og annarri vefnaðarvöru. Beðið er um að fatnaðurinn sé hreinn og snyrtilega gengið frá honum í poka. Tekið er við allri vefnaðarvöru auk fata, s.s. dúkum, gluggatjöldum, rúmfötum og handklæðum. Slitin, götug og rifin föt nýtast líka. Hægt að merkja pokana sérstaklega ef óskað er eftir því að fatnaðurinn fari ekki í endursölu. Fatasöfnun Rauða krossins er ekki einungis frábær endurvinnsla heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Fatnaður sem Rauði krossinn fær nýtist þannig: - hann er seldur beint til útlanda - hann er flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi - hann er flokkaður og gefinn þurfandi erlendis - hann er flokkaður og seldur í Rauðakrossbúðunum - hann er seldur í endurvinnslu, tættur niður í tróð eða nýjan spuna Léttu á skápunum og legðu okkur lið! Flytjandi sér endurgjaldslaust um flutninga á fatnaðinum en hann er allur fluttur til Reykjavíkur þar sem hann er flokkaður. Það er góður styrkur við verkefnið, en gríðarlega mikið af fatnaði kemur í móttökugáma um allt land. Allur ágóði af fataverkefni Rauða krossins fer til mannúðarmála innanlands og utan. Í april mun Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu opna fatabúð við Garðarsbraut á Húsavík.
18.04.2017

Hundahreinsun á morgun, miðvikudag

Hundaeigendur geta komið með hunda sína í áhaldahúsið á Þórshöfn morgun miðvikudaginn 19. apríl milli kl. 15:30 og 17:00 og í áhaldahúsið á Bakkafirði sama dag milli kl. 18:00 og 18:30
Fundur
18.04.2017

Flöskumóttaka á Þórshöfn

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, föstudaginn 21. apríl nk. milli kl. 13 og 16.
18.04.2017

Kvenfélagið Hvöt gefur veglegar gjafir

Kvenfélagskonur á Þórshöfn hafa alltaf verið traustur bakhjarl samfélagsins og afhentu rausnarlegar gjafir á laugardaginn. Björgunarsveitin Hafliði fékk 500 þúsund fyrir kaupum á nýjum Tetra stöðvum og fylgibúnaði, sem mun nýtast vel í því öfluga starfi sem unnið er þar á bæ. Þá var sjúkrabifreiðin einnig styrkt um 500 þúsund til kaupa á búnaði í bílinn sem kemur sér afar vel að sögn sjúkraflutningsmanna. Kvenfélagið á hrós skilið fyrir þessar gjafir sem nýtast öllu samfélaginu.
12.04.2017

Ungmennafèlag Langnesinga óskar eftir þjálfara.

UMFL óskar eftir áhugasömum einstakling (einstaklingum) til að taka að sér þjálfun fyrir félagið í sumar ì júní, jùlí og fram í miðjan ágúst. Áhugasamir hafið samband við formann félagsins Sölva Stein í síma 863-5188 eða varaformann Valgerði í síma 868-9676. Kveðja stjórn UMFL
11.04.2017

HUNDAEIGENDUR athugið

Vegna vöðvasulls sem vart hefur orðið við á svæðinu, er öllum hundeigendum í þéttbýli á Þórshöfn og Bakkafirði (utan lögbýla) í Langanesbyggð boðið upp á aukahreinsun allra skráðra hunda
11.04.2017

Páskamessa

Sameiginleg hátíðarmessa safnaða Langanesprestakalls verður á Páskadag, sunnudaginn 16. apríl kl. 14 í Svalbarðskirkju.
07.04.2017

Ályktað um samgöngumál

Í ályktun stjórnar Eyþings frá síðasta fundi hennar er Alþingi hvatt til að koma vegum um Brekknaheiði og Langanesströnd inn á samgönguáætlun 2015-2018.