Fara í efni

Yfirlit frétta

Fundur
27.03.2017

Starfsmaður óskast í heimasþjónustu

Auglýst er eftir starfsmanni við heimaþjónustu á Bakkafirði frá og með 1. apríl nk. Um er að ræða hlutastarf. Vinnutími er eftir samkomulagi. Umsóknir sendist til naust@langanesbyggd.is . Nánari upplýsingar veitir Sara hjá NAUST í síma 832-3707.
24.03.2017

Útsending á jarðarför Stefáns Más í Þórsveri

Í dag kl. 14 verður Stefán Már Guðmundsson jarðsunginn frá Neskaupsstaðakirkju. Sóknarnefnd Þórshafnarsóknar hefur fengið fjölda fyrirspurna og verður því jarðarförinni varpað á skjá í félagsheimilinu Þórsveri fyrir þá sem ekki sáu sér fært að fylgja honum síðasta spölinn. Fólk er beðið að mæta tímanlega. Stefán Már var lengi búsettur á Þórshöfn, ötull í skátastarfi og íþróttastarfi með ungmennum. Hann snerti líf margra og þá sérstaklega allra þeirra barna sem hann tók sem sínum eigin. Í kvöld kl. 20 ætla skátar sem og velunnarar víða að kveikja á friðarkertum honum til heiðurs. Megi góður drengur hvíla í friði.
23.03.2017

Flöskumóttaka á fimmtudag á Þórshöfn

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, í dag fimmtudaginn 23. mars nk. milli kl. 13 og 16.
17.03.2017

Fundargerð sveitarstjórnar og nefnda

Fundargerð 61. fundar sveiarstjórnar og síðustu fundagerðir Atvinnu- og ferðamálanefndar sem og Umhverfis- og skipulagsnefndar.
16.03.2017

Fjölmenni á opnu húsi

Fjölmenni var við opið hús í Grunnskóla Þórshafnar í dag sem efnt var til í tilefni þess að nú er framkvæmdum við endurbætur skólans lokið.
16.03.2017

Langanesið er ekki ljótur tangi ...

Oddviti Langanesbyggðar, Reynir Atli Jónsson, færði Grunnskólanum á Þórshöfn málverkið Finnaðfjörð að gjöf til skólans tilefni opins húss
16.03.2017

Auglýsing vegna geymslusvæðis

Eigendur óskráðra muna á geymslusvæði Langanesbyggðar Háholti Þórshöfn eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja það eða skrá eigi síðar en 31. mars næst komandi.
15.03.2017

Sveitarstjórnarfundur

61. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 16. mars og hefst kl. 16.
14.03.2017

OPIÐ HÚS Í GRUNNSKÓLA ÞÓRSHAFNAR

Opið hús í Grunnskóla Þórshafnar verður fimmtudaginn 16. mars milli kl. 14 og 16. Kynntar verða endurbætur á húsnæði skólans. Allir íbúar Langanesbyggðar og nærsveita velkomnir.
13.03.2017

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingu sumarið 2017. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum.