Fara í efni

Yfirlit frétta

15.02.2017

Aukafundur sveitarstjórnar

59.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórsveri 16.febrúar kl.17.00
14.02.2017

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi á Þórshöfn þennan ameríska dag 14.febrúar
13.02.2017

Þorrablótsgleði í febrúarhita

Á laugardaginn gerðu íbúar Þórshafnar og nágrennis sér glaðan dag á hinu árlega þorrablóti. Í ár var sú nýjung að hafa borðhaldið í íþróttahúsinu en dansleikinn í Þórsveri. Nefndin var búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og skilaði það sér í alveg þrusu góðu blóti. Tæplega 300 manns sátu borðhaldið og voru margir gestkomandi, enda allir vegir auðir í þessu tíðarfari. Hin besta skemmtun þar sem kíkt var í ýmis horn samfélagsins og svo var hljómsveitin SOS með dúndrandi ball fram eftir nóttu. /GBJ
09.02.2017

Fulltrúar frá viðlagatryggingu í heimsókn

Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) kom í heimsókn í gær en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ. Fundarmenn áttu góðar og markvissar samræður um vátryggingavernd mannvirkja í eigu sveitarfélagsins og um mikilvægi þess að skráð verðmæti þeirra sé uppfært reglulega til að tryggja að eignirnar séu vátryggðar að fullu áður en vátryggingaratburður á sér stað. Einnig var rætt um mikilvægi samvinnu sveitarfélagsins og VTÍ til að stuðla að markvissri endurbyggingu sveitarfélagsins ef til tjónsatburðar kemur. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar séu meðvitaðir um hvort vátryggingavernd þeirra sé í lagi. Fram kom á fundinum að ef innbú er vátryggt almennri lausafjártryggingu hjá vátryggingafélagi rennur hluti iðgjaldsins til VTÍ og tryggir þannig vátryggingavernd innbúsins komi til tjóns af völdum jarðskjálfta, eldgosa, vatns-, aur- eða snjóflóða skv. skilgreiningum laga um VTÍ (55/1992). Ef slík vátrygging er ekki til staðar greiðast engar bætur vegna innbús ef til tjóns kemur. Allar fasteignir eru hins vegar skylduvátryggðar gegn náttúruhamförum og eru iðgjöldin innheimt samhliða brunatryggingum fasteigna hjá almennu vátryggingafélögunum.
08.02.2017

Þorrablótstilboð hjá Lyfju Þórshöfn

Vertu klár á blótið
01.02.2017

Lífshlaupið í febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2017 hefst 1. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka: vinnustaðakeppni frá 1. – 21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur) framhaldsskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur) grunnskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur) einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið Eins og ávalt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Skráning er í fullum gangi og um að gera að taka þátt frá upphafi. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt. Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag. Við óskum eftir liðsinni ykkar við að hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga í kringum ykkur til þátttöku. Við hvetjum ykkur einnig til þess að segja frá Lífshlaupinu á ykkar heimasíðu. Hægt er að fá hnapp hjá ÍSÍ til að setja inn á heimasíðuna sem leiðir áhugasama inn á heimasíðu verkefnisins. Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á hronn@isi.is eða í síma: 514-4000. SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is
01.02.2017

Fundur sveitarstjórnar 01.02 2017

58.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórsveri kl.17.00
31.01.2017

Flösku- og dósamóttaka

Verður EKKI á Þórshöfn næstkomandi fimmtudag.
27.01.2017

Bjóða samkeppnishæft verð í heimabyggð

Kjörbúðin opnaði á Þórshöfn í dag en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaup Strax búðunum víða um land. Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa sagði að stefnan væri að bjóða verð sem væri í það minnsta samkeppnishæft við lágvöruverslanir en þessar breytingar eru gerðar eftir víðtæka könnun hjá viðskiptavinum Samkaup Strax um allt land. Það er gömul saga og ný að fólk geri stórinnkaup í lágvöruverslunum í stærri byggðarlögum þegar leiðin liggur þangað en með þessum breytingum og lægra vöruverði styrkist vonandi verslun í heimabyggð. Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar afhenti Sóleyju Indriðadóttur verslunarstjóra Kjörbúðarinnar blómakörfu fyrir hönd sveitarfélagsins og lýsti yfir ánægju með þessar breytingar, sem bæta kjör íbúa. Starfsfólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga, ásamt her manns úr röðum Samkaupa, við ýmsar lagfæringar og breytingar. /GBJ