Fara í efni

Yfirlit frétta

15.06.2017

Flöskumóttka á föstudag

Flöskumóttaka verður á geymslusvæðinu, bak við Kjörbúðina á Þórshöfn, á morgun - föstudag, milli kl. 13 og 16.
11.06.2017

65. fundur sveitarstjórnar

Fundargerð 65. fundar sveitarstjórnar, fimmtudaginn 8. júní er komin á heimasíðuna.
30.05.2017

Glaðbeittir unglingar útskrifast úr Grunnskóla Þórshafnar

Í dag voru skólaslit í Grunnskóla Þórshafnar sem var að klára sitt áttugasta og fjórða starfsár. Ásdís skólastjóri fór yfir vetrarstarfið sem hefur meðal annars einkennst af framkvæmdum við skólann en þeim var ekki fulllokið fyrr en í febrúar. Hún sagði að nemendur, starfsfólk, foreldrar og iðnaðarmenn ættu hrós skilið fyrir þolinmæði og sveigjanleika á meðan á þessu stóð. Eftir standi betri vinnustaður þar sem bæði nemendur og starfsfólk uni vel við sitt. En það voru ekki bara nemendur í 10. bekk sem luku skólagöngu, heldur voru þrír nemendur í 9. bekk sem útskrifuðust einnig og halda á vit nýrra ævintýra í haust. Hrafngerður Ösp fékk þakkargjöf frá skólanum en hún hefur nú starfað við skólann í 20 ár. Þau hjónin, Hrafngerður og Siggeir voru einnig að útskrifa síðasta barnið sitt úr grunnskóla og hafa verið með börn í skólanum síðan þau fluttu hingað fyrir 20 árum. Af því tilefni gáfu þau skólanum afar fallegt skákborð sem á eftir að sóma sér vel í nýju anddyri skólans. Á eftir skólaslitunum var síðan handavinnusýning í skólanum.
30.05.2017

Ársreikningur Langanesbyggðar 2016

Ársreikningur Langanesbyggðar er kominn á heimasíðu sveitarfélagsins og má sjá hér.
24.05.2017

Langaneshlaup UMFL fimmtudaginn 25. maí

Fimmtudaginn 25.maí n.k.verður hið árlega Langaneshlaup UMFL. Þar geta allir verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjóla. Mældar verða vegalengdirnar 1,5km, 3km, 5km, 7km, 10km, 15km og hálft maraþon eða 21,2km. Ræst verður frá íþróttahúsinu kl.10:00 í 15km og 21.2km og kl. 10:30 fyrir allar hinar vegalengdirnar. Ekkert þátttökugjald og allir fá verðlaunapening í viðurkenningarskyni og smá hressingu í lokin. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á úti hreyfingu og jafnvel að skella sér í sund á eftir. ATH:foreldrar eru hvattir til að koma með yngri börnum til að passa upp á að þau fari ekki of langt og komist aftur til baka. Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnir. Stjórn UMFL
23.05.2017

Flöskumóttaka á föstudag á Þórshöfn

Flöskumóttaka verður nk. föstudag, 26. maí milli kl. 13 og 16 í portinu fyrir aftan Kjörbúðina á Þórshöfn.
23.05.2017

Umhverfisátak og grill á laugardaginn

Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 27. maí þar sem íbúar eru hvattir til að huga að nánasta umhverfi og gera snyrtilegt fyrir sumarið.
18.05.2017

Frábær leiksýning á Bakkafirði

Þau voru heldur flott krakkarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði í gær er þau settu upp leiksýninguna Hans Klaufa. Mikil vinna var lögð í alla umgjörð og búninga sem skilaði sér vel. Það var bæði leikið og sungið, greinilegt að þarna fara framtíðar skemmtikraftar. Að leiksýningu lokinni var boðið uppá kjötsúpu, kaffi og kruðerí.
16.05.2017

64. fundur sveitarstjórnar

64. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, fimmtudaginn 18. maí 2017, kl. 17:00.
16.05.2017

Heimilisþrif í afleysingar

Starfsmann vantar í heimilisþrif á Þórshöfn í afleysingar sem fyrst.