Fara í efni

Yfirlit frétta

07.12.2017

Edda og leikskólabörnin tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla

Í gær var gleðidagur í Langanesbyggð þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla. Edda Jóhannsdóttir, einn af fyrstu starfsmönnum Barnabóls tók sér skóflu í hönd og byrjaði að moka. Leikskólabörnin létu ekki sitt eftir liggja enda spennt og búin að bíða allan daginn eftir að fá að moka. Þau sungu fyrst tvö lög fyrir gestina af mikilli einlægni. Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langangesbyggðar flutti stutta tölu og bauð gesti velkomna. " Hér í dag er ætlunin að taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrir leikskólann okkar og um leið halda áfram þeirri vegferð að bæta aðstöðu barna til skemmri og lengri tíma. Það sem er að gerast hér í dag er áframhaldandi endurnýjun og uppbygging á þeim fasteignum sveitarfélagins sem snúa að skólamálum og vitum við það öll sem hér erum að hagur barnanna okkar á að vera í fyrirrúmi. Ég er stoltur af því skrefi sem við erum að taka hér í dag og tel ég þetta vera samfélaginu öllu til heilla að hefja þessar framkvæmdir og um leið að stefna að því að ljúka þeim fyrir skólabyrjun haustið 2018." Þorsteinn rifjaði aðeins upp sögu leikskólans og sagði það heiður fyrir sig, sem áður var í leikskólanum hjá Eddu, að hafa hana í því hlutverki að taka þetta skref að nýjum leikskóla. Edda er sannarlega vel að þessu komin, enda starfaði hún í 32 ár við leikskólann og margir sem eiga góðar minningar um dvölina hjá henni þar. Skóflustungan var tekin á lóðinni við hliðina á núverandi húsnæði Barnabóls, en það hús var tekið í notkun árið 1983. Þar áður hafði leikskólinn verið í kjallaranum hjá Eddu og í Félagsheimilinu. Árið 2001 var síðan fest kaup á Hálsvegi 3 sem bráðabirgðahúsnæði, enda stóð til að byggja við leikskólann. Það má því segja að það sé kominn tími á þetta og verður þetta mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið, sem og Svalbarðshrepp sem tekur þátt í byggingu leikskólans. Kári blés hressilega á viðstadda enda vetrartíð, en eftir að skóflustungan hafði verið tekið var viðstöddum boðið upp á pizzu á barnum.
04.12.2017

Skóflustunga að nýjum leikskóla

Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla verður tekin á miðvikudaginn 6. desember nk. kl. 15:30.
04.12.2017

Leikskólinn fær Grænfána í þriðja sinn

Á föstudaginn var Grænfánanum flaggað á Barnabóli en þetta er í þriðja sinn sem leikskólinn uppfyllir skilyrði til að fá viðurkenningu sem Grænfánaleikskóli. Viðurkenningin er veitt til tveggja ára í senn og voru börnin spennt að draga fánann að húni. Almar Marinósson afhenti þeim fánann fyrir hönd Landverndar og spurði börnin aðeins út í hvaða merkingu þetta hefði. Ekki stóð á svörum, það var að henda ekki rusli, tína upp rusl ef þau sjá það, lita báðu megin á blöðin og nota blöð aftur, flokka rusl, auk fleiri skemmtilegra upplýsinga.
28.11.2017

Sorphirða um helgina

Af óviðráðanlegum orsökum verður sorp ekki tekið í dag heldur um helgina
24.11.2017

Ný póstnúmer um mánaðarmótin

Íslandspóstur tekur í gildi ný póstnúmer um mánaðarmótin
24.11.2017

Fundargerð 74. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 74. fundar sveitarstjórnar er komin á heimasíðu sveitarfélagsins
22.11.2017

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi á Þórshöfn í dag!
21.11.2017

74. fundur sveitarstjórnar

74. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn fimmtudaginn 23. nóvember 2017, kl. 17:00.
17.11.2017

Góður íbúafundur um nýjan leikskóla

Góðar og hreinskiptar umræður voru á fjölmennum kynningarfundi um nýjan leikskóla sem haldinn var miðvikudaginn 15. nóvember sl.
14.11.2017

Langanesbyggð tekur þátt í verkefninu Norðurstrandarleið

Vinna að nýrri ferðamannaleið fer nú fram hjá Markaðsstofu Norðurlands, en leiðin liggur með strandlengjunni frá Húnaflóa að Bakkafirði. Áhersla er á standmenningu og er þetta byggt upp með aðra ferðamannavegi sem fyrirmynd, þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum á leiðinni. Upphafspunktur eða endastaður leiðarinnar verður staðsettur í Langanesbyggð, og í þeirri vinnu sem framundan er skapast tækifæri til að þróa markmið og markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn yfir verkefnið og á morgun verður fundur stýrihóps verkefnisins með erlendri markaðsstofu sem hefur tekið að sér heildarhönnun á upplifunarferðaþjónstu á Norðurstrandarleiðinni. Gréta Bergrún situr nú í stýrihópi verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins og mun kalla til ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama til að taka þátt í vinnunni sem framundan er.