12.09.2017
Makríl- og síldarvertíðin er nú í fullum gangi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn. Í ágúst var 7000 tonnum landað, þar af fóru 2500 tonn í bræðslu og 4500 tonn í frystingu. Álsey og Heimaey hafa landað hvað mestu, en einnig hefur Tuneq komið með einn farm. Þá var Sigurður hér um helgina og því ekki mikið stoppað. Það má því segja að það ríki vertíðarstemming og næga vinnu að fá fyrir heimamenn sem og aðkomufólk sem kemur gagngert til að vinna á vertíðinni.