Fara í efni

Yfirlit frétta

29.09.2017

71. fundargerð sveitarstjórnar á heimasíðunni

Fundargerð 71. fundar sveitarstjórnar, aukafundar, er komin á heimasíðu sveitarfélagsins
26.09.2017

Þekkingarnetið tekur við þjónustu við framhaldsskóladeild

Í gær var undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum um þjónustu ÞÞ við deild skólans á Þórshöfn. Framhaldsskóladeildin hefur verið rekin í Menntasetrinu í samvinnu við Langanesbyggð og starfsstöð Þekkingarnetsins síðan haustið 2009 en nemendafjöldi við deildina hefur verið misjafn eftir árum. Í ágúst hætti Hildur Stefánsdóttir sem verkefnastjóri en hún hafði starfað við deildina í 6 ár. Á haustönn eru tveir nemendur í hlutanámi en enginn nemandi í fullu námi og var því gripið á það ráð að ÞÞ þjónusti nemendur í vetur ásamt því að vinna að þróunarvinnu um áframhald og framtíðarsýn fyrir deildina. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við deildina eða nýta sér þjónustuna er því bent á að hafa samband við Heiðrúnu heidrun(hja)hac.is (464-5144) eða Grétu Bergrúnu greta(hjá)hac.is
22.09.2017

Fundargerð 70. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 70. fundar sveitarstjórnar, sem haldinn var í gær, 21. sept. er komin á heimasíðuna hér
21.09.2017

Árleg inflúensubólusetning

Bólusett er á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn alla virka daga eftir hádegi kl. 13:15-15:30
21.09.2017

Alþingiskosningar 28. október

Alþingiskosningar verða 28. október nk. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag
19.09.2017

Dagur ÞH 110 nýr bátur á Þórshöfn

Það er alltaf gaman þegar það kemur nýr bátur í plássið og í vikunni fór Dagur ÞH í sína fyrstu róðra. Báturinn er í eigu Fles ehf en skipstjóri er Jóhann Ægir Halldórsson. Í dag komu þeir með rúm 3 tonn að landi, ýsu, þorsk og steinbít en báturinn tekur í það mesta um 14 tonn. Með í för var einnig gráháfur sem er hákarlstegund. Þessi var nú ósköp lítill en getur orðið að hámarki 2 metra langur fullvaxinn.
19.09.2017

70. fundur sveitarstjórnar á Bakkafirði

Næsti fundur sveitarstjórnar, sá 70. á kjörtímabilinu verður haldinn í húsnæði grunnskólans á Bakkafirði
18.09.2017

Sorpmálin í betri farveg

Samið hefur verið við Íslenska gámafélagið til þriggja ára um að fyrirtækið hirði sorp í Langanesbyggð
12.09.2017

Sjö þúsund tonnum landað í ágúst

Makríl- og síldarvertíðin er nú í fullum gangi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn. Í ágúst var 7000 tonnum landað, þar af fóru 2500 tonn í bræðslu og 4500 tonn í frystingu. Álsey og Heimaey hafa landað hvað mestu, en einnig hefur Tuneq komið með einn farm. Þá var Sigurður hér um helgina og því ekki mikið stoppað. Það má því segja að það ríki vertíðarstemming og næga vinnu að fá fyrir heimamenn sem og aðkomufólk sem kemur gagngert til að vinna á vertíðinni.
06.09.2017

Dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn fimmtudaginn 07/09 kl. 13-16