Fara í efni

Yfirlit frétta

08.02.2018

Opinn stefnumótunarfundur

Sauðaneshúsi á Langanesi fimmtudaginn 8. feb. kl. 20-22.
07.02.2018

Flöskumóttaka á fimmtudag

Tekið er á móti flöskum bak við Kjörbúðina á Þórshöfn á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar milli kl. 13 og 16 ef veður leyfir.
30.01.2018

Skemmtilegt og fjölmennt þorrablót

Þorrablótið á Þórshöfn fór fram á laugardagskvöld og voru um 250 manns sem sóttu samkomuna. Borðhald og skemmtun fóru fram í íþróttahúsinu eins og í fyrra en það fyrirkomulag gefur aðeins meira olbogarými. Eftir skemmtun var síðan ball í Þórsveri þar sem hljómsveitin SOS spilaði fram á nótt. Alltaf gaman á blóti enda einna stærsti menningarviðburður ársins í samfélaginu. Blíðskaparveður hjálpaði nú líka til þannig að gestir lengra að áttu auðvelt með ferðalög. Nefndin kom víða við í skemmtiatriðum eins og sést á myndunum. Þær eru þó ritskoðaðar enda best að leyfa listrænu frelsi að njóta sín á sviðinu og geyma bestu bitana í minningunni.
30.01.2018

Svæðisbundin flutningsjöfnun

Opnað verður fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar 1. mars. nk.
26.01.2018

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar
26.01.2018

Fundargerð 76. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 76. fundar sveitarstjórnar frá 25. janúar sl., er komin á heimasíðuna
25.01.2018

Blóta skal þorra

Á laugardaginn verður gleði mikil þegar Þorrablót verður haldið á Þórshöfn. Nefndin er byrjuð að stilla upp salnum en ekki mátti gefa upp þemað í ár og var því smellt af mynd í dag. Borðhaldið verður í íþróttahúsinu og því nóg pláss fyrir alla, að borðhaldi loknu mun hljómsveitin SOS láta dansinn duna í Þórsveri. Nefndin vekur athygli á að á laugardaginn er hægt að sækja miða á milli kl 15-17 í íþrottahúsinu og koma með matartrog á sama tíma. Húsið opnar stundvíslega kl 19.30 og borðhald hefst kl. 20
24.01.2018

Sorphirða frestast vegna veðurs

Vegna veðurs verður sorphirðu, sem átti að vera í dag, skv. dagatalinu, frestað til morguns eða föstudags.
23.01.2018

76. fundur sveitarstjórnar

76. fundur sveitarstjórna Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri kl. 17, fimmtudaginn 25. janúar nk.
23.01.2018

N1 leitar að rekstraraðila

Búið er að reisa nýjan söluskála fyrir N1 á Þórshöfn og er nú óskað eftir áhugasömum rekstraraðila. Nýja húsnæðið er 120 fermetrar og hentar vel til reksturs söluskála og kaffihúss, með möguleika á öðrum þjónustuútfærslum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, gudny@n1.is, eða í síma 440-1020